Fréttir úr skólanum

Fréttabréf númer 7

Tíminn til 4. maí - "HLÝÐUM VÍÐI"

Starfsfólk skólans er farið að undirbúa skólahald þegar takmörkunum verður aflétt þann 4. maí. Enn eru mörg atriði óljós en við nýtum næstu tvær vikur til að undirbúa okkur vel fyrir breytingarnar.

Sóttvarnir verða áfram mikilvægt atriði hjá okkur og munum við leggja áherslu á handþvott og sótthreinsun á snertiflötum.

Höfum í huga að samkomubann er enn í gildi og við verðum að fara eftir reglunum sem settar hafa verið og vísa ég í tölvupóst sem sendur var miðvikudaginn 15. apríl.

Reiðhjól og hjólaleiktæki

Þegar sól hækkar á lofti og snjóa leysir eru margir nemendur að koma á hjólum og öðrum hjólatækjum í skólann.


Því er vert að rifja upp reglur um hjól og hjálma:
- Nemanda er heimilt að koma einn á reiðhjóli frá og með vori í 2. bekk.
- Áður en þeim aldri er náð skal nemandi koma hjólandi í fylgd með fullorðnum í og úr skóla.
- Það er mjög mikilvægt að gengið sé frá hjólum í hjólagrindur við skólann.
- Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra,

einnig er það á ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað.
- Hjólreiðar eru aðeins leyfðar fyrir ofan skóla á hjólabraut.
- Umferð vélknúinna ökutækja er alfarið bönnuð á skólalóð.
- Það er skylda nemenda að nota hjálm við notkun reiðhjóla eða annarra hjólatækja.

Ný lög um notkun reiðhjólahjálma tók gildi nú um áramótin og vert að benda á að vélknúin hlaupahjól (rafmagnshlaupahjól) tilheyra flokki reiðhjóla.

Barn yngra en 16 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.

https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla/ny-umferdarlog/hjolreidar

https://www.samgongustofa.is/umferd/oryggi/hlaupahjol-hjolabretti-linuskautar/hlaupahjol-hjolabretti-linuskautar/

9. bekkur og skólaferðalagið

Búið er að taka ákvörðun um að fresta skólaferðalagi 9. bekkjar og voru allir sáttir við þá ákvörðun. Stefnt er að því að fara aðra vikuna í september og að vanda verður Ísland heimsótt og spennandi hlutir gerðir.

Búið var að panta peysur fyrir ferðalagið og fengu nemendur þær afhentar í gær við mikla gleði. Það er náttúrulega betra að nota peysurnar áður en börnin vaxa upp úr þeim :)

Góð ráð til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins

Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.

Margvíslegt álag hvílir á foreldrum um þessar mundir en takmarkanir á skóla- og frístundastarfi ásamt því að margir foreldrar vinna nú heima leiðir af sér mikla röskun á daglegu lífi fjölskyldna. Foreldrar eru í flóknu hlutverki við að samræma vinnu inni á heimili, nám barna og samveru með fjölskyldunni. Á sama tíma eru margir að glíma við áhyggjur af heilsufari, efnahag og atvinnu.

Það er því brýnt að styðja við bakið á foreldrum og veita þeim stuðning og aðstoð. Þegar álagið er mikið er aukin hætta á því að samskipti innan fjölskyldunnar bíði hnekki og börn, sem voru í viðkvæmri stöðu fyrir, eiga enn frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi eða vanrækslu. Markmið útgáfunnar er að ráðin verði foreldrum leiðarljós í því flókna hlutverki sem þeir standa nú frammi fyrir.

Samhliða útgáfu foreldraráðanna hefur félagsmálaráðuneytið, í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og Rauða kross Íslands, einnig sett af stað vitundarvakningu um barnavernd og velferð barna. Annars vegar er um að ræða myndband með ákalli til almenning um að láta vita ef áhyggjur vakna af velferð barns með því að hringja í barnanúmerið 112. Hins vegar er um að ræða myndband sem beint er að börnum og ungu fólki með hvatningu um að hafa samband við Hjálparsímann 1717 eða netspjallið 1717.is ef þau þurfa á aðstoð eða hvers kyns stuðningi að halda. Myndböndin má nálgast á Facebook síðu félagsmálaráðuneytisins.

Hugum að hamingjunni

Big picture

Rafbækur í rólegheitum

Átta fríar rafbækur frá Þorgrími Þráinssyni á Emma.is


Nú er tími sem aldrei fyrr til að lesa. Þjóðin hefur fengið að gjöf átta rafbækur eftir Þorgrím Þráinsson sem þeim er frjálst að sækja og lesa eins og þá listir. Bækurnar átta höfða til breiðs hóps lesenda allt frá 1. til 10. bekkjar og jafnvel til þeirra eldri sem vilja rifja upp góðar lestrarstundir.


Á bak við bókagjöfina standa Þorgrímur Þráinsson og aðstandandi rafbókaveitunnar emma.is sem vilja með þessu hvetja krakka og unglinga til

aukins yndislesturs. Þá er kjörið að nýta rafbækurnar í takt við lestrarverkefnið "Tími til að lesa", timitiladlesa.is. Lestur á rafrænu formi er góður og gildur og opnar jafnmargar dyr og lestur hefðbundinnar bókar.


Bækurnar sem Þorgrímur og Emma gefa eru:

- Með fiðring í tánum (frá 1998),
- Bak við bláu augun (1992),
- Lalli ljósastaur (1992),
- Spor í myrkri (1993),
- Sex augnablik (1995),
- Svalasta 7an (2003),
- Undir 4 augu (2004)
- Litla rauða músins (2008).

Það er von Þorgríms og aðstandenda Emmu að þessi veglega bókagjöf hvetji alla til þess að lesa meira og nýta sér snjalltæki til lestursins.


Almenningur, foreldrar og síðast en ekki síst krakkar eru hvattir til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri og hlaða bókunum niður og lesa þær aftur og aftur.

Munum eftir hreyfingunni

AVENGERS ENDGAME 'BLACK PANTHER' Hiit Workout For Kids
SPIDERMAN: HOMECOMING HIIT WORKOUT

Þú getur ekki stöðvað öldur hafsins – en þú getur lært að sigla á þeim, Jon Kabat-Zinn

Það þarf ekki að vera flókið að auka núvitund og samkennd í daglegu lífi en stundum erfitt að muna eftir því. Þá getum við komið okkur upp núvitundarstoðum, verkefnum sem við gerum oft og endurtekið og æfum okkur í að gera með vakandi athygli.


Hér koma dæmi um fimm leiðir til að auka núvitund og samkennd:

  1. Staldraðu við það sem þú ert að gera og færðu athyglina á andardráttinn þinn eða annað akkeri sem passar þér (iljar eða annars staðar í líkamanum). Fylgstu með hvað þú skynjar um stund, ekki til að breyta, bara að skynja þá eins og þeir eru.
  2. Þegar þú þværð þér um hendurnar, gerðu það með vakandi athygli, skynjaðu vatnið, snertinguna, sápuna o.s.frv.
  3. Farðu út í göngutúr, stoppaðu um stund og virkjaðu skynfærin; Hvað sérðu? Hvað heyrir þú? Finnurðu lykt? Eitthvað bragð? Finnurðu snertingu?
  4. Hlustaðu með vakandi athygli á þann sem talar við þig, hrein og tær athygli er ein besta gjöfin sem hægt er að gefa. Horfðu í augun, taktu eftir bæði yrtu og óyrtum skilaboðum og svaraðu af einlægni.
  5. Þegar þú tekur upp símann og ætlar að skoða eitthvað, hinkraðu við og spurðu þig; Hvernig eru veðrabrigðin innra með þér á þessu augnabliki? Hvernig líður þér? Er dálítið vindasamt eða stilla? Eða eitthvað þar á milli? Skoðaðu það af mildi og áhuga, ekki til að breyta því heldur til að auka meðvitund um eigin líðan.


Ef þú vilt nýta þér formlegar hugleiðsluæfingar þá er mikið til af öppum og æfingum á netinu, það er til dæmis hægt að finna æfingar á Spotify (þarft ekki að vera áskrifandi) þú slærð bara inn; artist Núvitundarsetrið.

Einnig eru fjölmargar æfingar fyrir börn og fullorðna hægt að finna hér: Núvitundarsetrið og Núvitund í dagsins önn.