Að setja upp OFFICE 365 og TEAMS

Frá Menntaskólanum á Ísafirði

Leiðbeiningar fyrir Office 365 uppsetningu

1. Þú skráir þig inn með notendanafninu þínu að Moodle og bætir svo við @fvi.is


Dæmi:

mi202020 - aðgangsorðið verður þá mi202020@fvi.is


Lykilorðið er það sem fylgir notendanafninu.


Dæmi: misa.202020


Ef þú manst ekki lykilorðið að Moodle geturðu sent tölvpóst á Elínu ritara, elin@misa.is

Big picture

2. Þegar þú ert búin að skrá þig inn á Office kemur upp ramminn hér fyrir neðan.

Smelltu á Install Office efst í hægra horninu.


Athugið að taka út eldri útgáfu af Office ef hún er í tölvunni. Hægt er að fá aðstoð við það hjá Guðjóni Torfa sem sér um tölvumál skólans: gudjonts@misa.is

Big picture

3. Finnið skrána í vafr­anum ykkar eða í Down­loads möpp­unni ykkar á tölv­unni.


Opnið skrána til að hefja upp­setn­ingu á Office.


Veljið Yes þegar Windows biður um leyfi til að ræsa upp­setn­inguna.


Office mun síðan klára upp­setn­inguna sjálft og mun ekki þurfa meira frá ykkur.


Þegar upp­setn­ingin klárast getið þið smellt á Close takkann í glugg­anum og byrjað að nota Office.

Big picture

Nú þurfa allir að læra á TEAMS

Við erum að leita allra leiða til að halda uppi öflugu námi á meðan á skólalokun stendur. Eitt af því er að nota okkur tæknina meira. Nú þurfa nemendur í bóknámsáföngum að læra á Teams - góðu fréttirnar eru að það er ekki mikið mál!


Moodle er áfram aðalverkfærið okkar en það má horfa á Teams sem viðbót – leið fyrir kennara að hafa bein sam­skipti við nem­endur sem eru heima.

Á Teams geta kennarar búið til spjallþræði, haldið fundi, haft kennslustundir í beinni útsendingu o.fl.

Hvað er TEAMS?

#1 Smáforrit í snjalltæki

Hægt er að sækja Microsoft Teams í iOS, Android og Windows Phone snjallsíma og snjalltæki. Það er auðvelt að skoða miðlæga svæðið sem hýsir upplýsingar og gögn fyrir öll teymi, byrja samtöl við einstaklinga eða teymi í gegnum spjallsvæðið ásamt því að geta hringt tal- eða myndsímtöl. Þægilegast er að sækja forritið og tengjast í gegnum það.


#2 Tengir við önnur forrit
Við Teams er hægt að tengja önnur forrit, ýmist frá Microsoft eða öðrum hugbúnaðarframleiðendum.


#3 Ókeypis, í skýinu og á íslensku
Microsoft Teams er aðgengilegt án kostnaðar fyrir alla nemendur.


#4 Voice í Teams
Í gegnum Teams er hægt að hringja hljóð- eða myndsímtöl í aðra Teams-notendur, óháð tæki.


Teams er hluti af Office 365. Þegar þú ert skráð/ur inn á Office 365 smellir þú á Teams, gulur hringur hér fyrir neðan.

Big picture

Hvað þarf ég að gera?

Ef þú lendir í vandræðum

Ef þú lendir í vandræðum geturðu haft samband við Guðjón Torfa tölvuumsjónarmanninn okkar gudjonts@misa.is

Gangi þér vel!

Menntaskólinn á Ísafirði