Samspil 2015

UT-átak Menntamiðju

Upplýsingatækninámskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara:

Átakið stendur yfir frá mars 2015 - janúar 2016. Tryggðu þér pláss strax, skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.samspil.menntamidja.is


Fyrirkomulag:

 • Útspil - staðbundið 5 klst. námskeið
 • Vefnámskeið - 2x í mánuði tengd mánaðarlegu þema. Fyrsta vefnámskeiðið er þegar komið á vef verkefnisins. Næsta verður miðvikudaginn 25. mars kl. 16:15-17:30 og umfjöllunarefnið verður skýjalausnir.
 • Kennslumyndskeið - 3x í mánuði, sjálfsnám - einnig tengd mánaðarlegu þema.
 • Þátttaka í umræðu á samfélagsmiðlum.


Næstu Útspilsnámskeið verða haldin á eftrifarandi stöðum:

 1. Akureyri (Brekkuskóli) - 7. apríl kl. 14-19
 2. Bolungarvík (Grunnskóli Bolungarvíkur) - 10. apríl kl. 14-19
 3. Egilsstaðir - 16. apríl kl. 13-18
 4. Borgarnes/Snæfellsnes - 20. apríl kl. 14-19
 5. Selfoss - 21. apríl kl. 13-18 (ath. breytt staðsetning)


Markmið að þátttakendur:

 • Kynnist hagnýtum dæmum um notkun upplýsinga- og samskiptatækni

 • Hafi gagn af námskeiðinu og geti nýtt viðfangsefni þess í eigin kennslu

 • Geti nýtt sér upplýsingatækni og samfélagsmiðla til að sinna starfsþróun

 • Séu virkir í starfssamfélögum á netinu og noti þau til að deila reynslu og þekkingu

 • Geri sér grein fyrir áhrifum tækniþróunar og tæknibreytinga á nám og kennslu

 • Fái innblástur til frekari þróunar efnis, aðferða og samstarfs

Um 250 kennarar eru skráðir þátttakendur á Samspili 2015 hér fyrir neðan eru nokkur ummæli um Útspilsnámskeiðið


 • Takk sömuleiðis fyrir aldeilis frábæran dag - hlakka til áframhaldsins.
 • Takk sömuleiðis þetta var mjög skemmtilegt.
 • Lærði fullt, takk fyrir mig.
 • Það var mjög lærdómsríkt og gaman í dag. Lærði alveg fullt nýtt.
 • Takk fyrir mig skemmtilegt og fróðlegt.
 • Takk sömuleiðis Bjarndís og þið allar, þetta var mjög skemmtilegt.
 • Takk kærlega fyrir mig, þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Hlakka til að læra meira.
 • Takk sömuleiðis. Þetta var skemmtilegt og lærdómsríkt.
 • Fanta gott.
 • Takk sömuleiðis.
 • Takk sömuleiðis frábær dagur og framhaldið lofar góðu
 • Frábært að vera með ykkur. Er þegar búin að senda kennarahópnum mínum upplýsingar um tvennt af því skemmtilega sem við lærðum.
 • Frábært hjá ykkur sem stóðuð að þessu.
 • Frábær dagur með ykkur, hlakka til að kynnast þessu öllu betur.
 • Lofar góðu og verður gagnlegt! Gaman að vera á fyrirlestri/námskeiði sem gerandi og fá að prófa!!!
 • Skemmtilegur og gagnlegur dagur með ykkur. Takk fyrir.
 • Takk sömuleiðis.
 • Gagnlegur og skemmtilegur dagur. Takk fyrir mig.
Samspil 2015
Big image