Samspil 2015

Fréttabréf 2. tbl. 1. árg.

350 þátttakendur

Um 350 leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar hafa skráð sig í UT-átak Menntamiðju og hefur skráningin farið fram úr okkar björtustu vonum. Samfélagið samanstendur af kennurum af öllum skólastigum og úr flestum greinum.


Nánari upplýsingar er að finna á vef Samspils.

Útspil

Í aprílmánuði voru haldin fimm Útspilsnámskeið, í Bolungarvík, Borgarnesi, Akureyri, Egilsstöðum og á Selfossi. Nú hafa 280 kennarar tekið þátt og mikil ánægja er með námskeiðin. Við viljum þakka svæðistengiliðunum kærlega fyrir þeirra framlag.


Vegna fjölda áskorana var einu aukanámskeiði bætt við í Reykjavík og var það haldið 5. maí. Þátttakendur komu víða að og það mæltist mjög vel fyrir.


Hér fyrir neðan eru ummæli nokkurra þátttakenda.

  • Námskeiðið var eitt stórt lærdómsferli frá upphafi til enda þar sem ég kynntist nýjum hugmyndum og lausnum í ræðum og kynningum Svövu Pétursdóttur, Tryggva Thayer og Bjarndísar Jónsdóttur
  • Námskeiðið reyndist lifandi, áhugavert, skemmtilegt og um fram allt hvetjandi. Skipulag námskeiðsins gerði ráð fyrir virkni, umræðum þátttakenda og fyrirlestrum frá skipuleggjendum.
  • Á Útspili í dag sá ég allskonar möguleika til að draga tæknina inn í kennsluna mína
  • Fullt af áhugasömum kennurum að gera nýja hluti, deila spennandi efni, hjálpast að og hafa gaman.

Vefmálstofur

Haldnar voru tvær vefmálstofur, annarsvegar um samfélagsmiðla í námi og kennslu, stjórnandi var Svava Pétursdóttir (sjá hér) og hinsvegar um stafræna borgaravitund, stjórnandi var Sólveig Jakobsdóttir (sjá hér). Upptökur er að finna á vef verkefnisins.


Vefmálstofur um sköpun fara fram í maí

  • 13.05. stjórnandi Salvör Gissurardóttir, Lektor við Menntavísindasvið HÍ
  • 27.05. stjórnandi Erla Stefánsdóttir, Myndver grunnskóla Reykjavíkur


Þema maímánaðar er sköpun, tjáning, miðlun, læsi, upptökur og myndvinnsla.

Samfélagsmiðlar

Miklar og góðar umræður fara fram í lokuðum Facebookhóp Samspils. Ásamt því að ræða þar saman deilum við áhugaverðum greinum, reynslu og þekkingu. Þátttakendur Samspils er mjög blandaður hópur og það er mjög ánægjulegt og fróðlegt að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum.


Tenglum um upplýsingatækni í námi og kennslu á Pinterestborði okkar fjölgar stöðugt og það stefnir allt í að borðið verði það flottasta á Pinterst.


Á Twitter og Instagram notum við umræðumerkin #samspil2015 og #menntaspjall.

Leiðarbækur/Verkmöppur

Leiðarbókum þátttakenda hefur fjölgað mikið og sífellt bætist við fróðleikur og reynslusögur. Ómetanlegt er að fá að fylgjast með þeirri þróun sem þar á sér stað.


Hér fyrir neðan eru sýnishorn af leiðarbókum nokkurra þátttakenda.

Big image